top of page

BANANABRAUÐ [Sykurlaust, Spelt]

  • Forfatters billede: Molly Jokulsdottir
    Molly Jokulsdottir
  • 26. nov. 2020
  • 1 min læsning

Bananabrauð er eitt af þessum klassísku uppskriftum sem allir hafa skoðun á. Ég er engin undantekning! Þessa uppskrift nota ég yfirleitt þar sem það er ekki nema 3 bananar í hverjum hleif. Það er ekki oft sem ég á meira en 3 banana sem eru komnir á síðasta söludag, og get því yfirleitt nýtt þá :) Ef ég er í spari stuði, bæti ég við ca 100gr af dökku súkkulaði, þurrkuðum ávöxtum eða hnetum, það er algjört salgæti!


Brauðið hentar einstaklega vel til að henda í frystinn og geymist í ca 6 mánuði þar.


Ég vona að ykkur líki og hlakka til að sjá afraksturinn :) #LifeByMolly




Bananabrauð. 1 Hleifur


Þurrefni:


130 gr Hveiti

130 gr Spelt

1 tsk Salt

1 tsk Matarsódi

2 tsk Kanill


Blautefni:


3 Vel þroskaðir bananar

60 gr Brætt smjör/smjörlíki (Má líka nota kókosolíu eða aðra bragðlausa olíu)

1 dl Hlynsýróp

1/2 dl Jurtamjólk (Ég nota haframjólk)

1 Egg


Aðferð:


  1. Kveikið á ofninum, og stillið á175 gráður og blástur.

  2. Sigtið öll þurrefnin í sér skál.

  3. Setjið bananana í hrærirvélaskál og maukið þá vel með hræraranum. Á meðan má bræða smjörið og kæla áður en því er blandað saman við deigið.

  4. Bætið restinni af blautefnunum við bananamaukið og hrærið vel. Þegar smjörið hefur náð stofuhita, blandið því einnig við.

  5. Bætið nú þurrefnunum við blautefnin í 3 pörtum. Hrærið þar til deigið er kekkjalaust, en alls ekki lengur en nauðsynlegt!

  6. Smyrjið brauðform að innan og sáldrið haframjöli í botninn (Má sleppa). Hellið deiginu í formið.

  7. Bakið brauðið í miðjum ofni í 50-60 mín. Leyfið því að kólna létt áður en þið takið það úr forminu.

  8. Berið fram eitt og sér, eða með áleggi !





Verði ykkur að góðu og eigið yndislegan dag



Comments


bottom of page