top of page

MARMARAKAKA [Vegan]

  • Forfatters billede: Molly Jokulsdottir
    Molly Jokulsdottir
  • 19. okt. 2020
  • 2 min læsning



Marmarakaka er klassísk med kaffinu, og ekki að ástæðulausu. Hjá okkur var marmarakakan mjög tíður valkostur þegar átti að gera vel við sig um helgar. Hvort sem það var mamma sem bakaði, amma sem bakaði eða pabbi sem keypti þessar súkkulaðihúðuðu í Bónus. Allar höfðu þær sinn sjarma og fylgdi þeim öllum góðar stundir með þeim sem mér þykur vænt um.

Mitt heimili er engin undartekning, og er volg marmarakaka tíður gestur í kaffitímanum.

Ég hef lengi reynt að gera hina fullkomnu Vegan Marmaraköku, og er nokkuð viss um að nú hafi mér tekist það!



Yndislega mjúk, med nettri skorpu og fallegu mynstri – Algjör draumur á kaffiborðið, fyrir unga sem aldna.



Ég vigta langflest innihaldsefnin til að vera viss um að hlutföll innihaldsefna sé alveg rétt, og að útkoman sé eins nákvæm og mögulegt er!

Þurrefni:

310 gr Hveiti

200 gr Sykur

1 ½ tsk Lyftiduft

½ tsk Matarsódi

1 tsk Salt

20 gr Kakó

Blautefni:

10 gr Eplaedik

270 gr Jurtamjólk (Ath. Soyja, Hafra eða möndlumjólk virkar best!)

80 gr Bragðlaus olía

1 ½ tsk Vanillu dropar

Aðferð:


1. Kveikið á ofninum og stillið á 175gráður C og blástur. Kakan er bökuð á lágum hita í lengri tíma. Það gefur besta áferð og skorpu


2. Undirbúið brauð-/Kökuform med að smyrja hliðar formsins með olíu/jurtasmjöri og klæða botn þess með bökunarpappír.


3. Í sér skál (ekki þeirri sem deigið mun enda í), blandið jurtamjólk og eplaedikki saman og leyfið að hlaupa í 5-10 mín.


4. Í hrærivélarskál/Stórri skál blandið öllum þurrefnunum saman (EKKI KAKÓI), og þeytið vel þar til blandan verður létt og loftmikil.


5. Bætið restinni af blautefnunum í mjólkurblönduna, hrærið létt og hellið herlegheitunum rólega saman við þurrefnin.


6. Hrærið deigið þar til það er kekkjalaust.


7. Takið nú ca 1/3 af deiginu frá og setjið í sér skál. Blandið kakói saman við og hrærið þar til kekkjalaust.


8. Nú má „byggja kökuna“. Sjáið skýringarmynd fyrir munstur (ath. myndin er af brauðformi séð ofanfrá). Notist við smjörhníf. Stingið honum niður í deigið (alveg til botns!) og færið upp og niður stanslaust, á sama tíma og dragið hann í gegnum degið eins og örvarnar sýna. Fyrst á að fylgja grænu örvunum og síðan þeirri bláu.




9. Bakið kökuna í miðjum ofni í 55 – 60 mín, eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.


10. Leyfið kökunni að kólna aðeins í forminu áður en hún er tekin úr.


Ég vona að ykkur líki kakan eins mikið og mér, og hlakka til að heyra viðbrögð!


Verðu ykkur að góðu!




Comments


bottom of page