FLJÓTLEGUSTU VÖFFLUR Í HEIMI!
- Molly Jokulsdottir
- 30. jan. 2021
- 1 min læsning
Opdateret: 7. nov. 2021

„Að henda í vöfflur“ er eitthvað sem maður heyrir oft. Ég æltaði að gera slíkt hið sama um helgina, og þegar ég byrjaði að leita af vöffluuppskrift rann það upp fyrir mér að margar eru mjög flóknar og/eða tímafreknar.
Ég ákvað því að prufa að gera mína eigin uppskrift sem heiðraði máltakið. Uppskrift sem bókstaflega hægt væri að „henda í“, tæki lítin tíma og fylgdi lítið uppvask.

Hér hafiði afraksturinn, heimins einföldustu vöfflur gerðar í blandara! (Það er líka hægt að nota hrærivél. Mér finnst vöfflurnar bara verða voða loftmiklar og djúsí í blandaranum) Gerir ca 8-10 vöfflur.
Þurrefni:
90 gr Sykur
320 gr Hveiti
3 tsk Lyftiduft
Salt á hnífsoddi
Blautefni:
120 gr Smjörlíki, brætt
1 tsk Vanilludropar
2 Egg
2 dl Jurtamjólk/mjólk (meira ef þarf)
Aðferð
1. Bræðið smjörlíkið í potti eða yfir vatnsbaði.
2. Setjið öll þurrefnin í blandara og blandið í nokkrar sekúndur.
3. Bætið nú blautefnunum saman við og blandið þar til deigið er kekkjalaust.
4. Steikið vöfflurnar í vöfflujárni og berið fram volgar
5. Voila!


Verði ykkur að góðu!

Commenti