top of page

YFIR NÓTT KLESSUBOLLUR

  • Forfatters billede: Molly Jokulsdottir
    Molly Jokulsdottir
  • 2. feb. 2021
  • 1 min læsning



Að byrja daginn með nýbökuðum brauðbollum finnst okkur hrikalega notalegt. Vandamálið er oft að heimabakaðar bollur eru tímafrekar. Þær þurfa tíma til að lyfta sér, oft tvisvar osfrv.

Þessar dúllur lyfta sér yfir nótt í ísskápnum, svo það eina sem þarf að gera um morguninn er að skipta deiginu í klessur á bökunarplötu og henda þeim í ofninn !


Deigið sjálft gerir maður kvöldið áður og það tekur 5 mín! Það þarf ekki annað en skál og sleif. Engin hrærivél eða hnoð – gerist ekki einfaldara!




Yfir nótt Klessubollur

Ca. 12 bollur


5 dl Volgt vatn

3 gr Þurrger/12,5gr Ferskt ger

1 tsk Sykur


4 dl Gróft spelt

2 dl Haframjöl

3 dl Hveiti (ef deigið er mjög blautt, má bæta 0,5-1 dl hveiti)

Salt á hnífsoddi


  1. Setjið vatn, ger og sykur í skál og leyfið gerinu að leysast upp.

  2. Bætið grófu spelti, haframjöli og salti í skálina og hrærið saman.

  3. Bætið hveitinu við og blandið. Deigið á að vera nokkuð blautt en sleifin á að geta staðið sjálf þegar henni er stungið í miðju deigsins.

  4. Setjið lok á skálina og geymið í ísskáp yfir nótt.


  1. Næsta dag, kveikið á ofninum og stillið á blástur og 250 gráður.

  2. Notið matskeið til að skipta deiginu í ,,klessur" á bökunarplötu. Mér finnst gott að dýfa skeiðinni í vatn reglulega, þá klístrast deigið síður við skeiðina.

  3. Setjið bollurnar í ofninn og lækkið samatundis hitann niður í 220 gráður.

  4. Bakið í ca 15 mín.


Ég vona að ykkur líki

verði ykkur að góðu !





Comments


bottom of page