KARTÖFLUBOLLUR MED RÚGMJÖLI [VEGAN]
- Molly Jokulsdottir
- 3. okt. 2020
- 2 min læsning

Við erum alltaf með kartöflur í garðinum yfir sumarið, og þar af leiðandi einkennist haustið af leiðum til að nýta uppskeruna.
Þessar brauðbollur eru algjör snilld. Þær frystast vel og hægt er að nota kartöflur sem eru orðnar aðeins „þreyttar“, og henta ekki til suðu.
Uppskriftin er mjög einföld og krefst einungis þess sem maður á oftast í skápunum :)

Ca 12-18 bollur
Blautefni:
400 gr Hráar kartöflur
2,5 dl Vatn
3 msk Smjör (ég nota Vegan smjörið frá Naturli)
25 gr Ferskt ger / 7 gr Þurrger
Þurrefni:
450 gr Hveiti
150 gr Rúgmjöl (Eða annað gróft hveiti)
Salt á hnífsoddi
1. Afhýðið kartöflurnar og setjið í blandara með vatninu. Blandið þar til úr verður mauk. Það er einnig hægt að rífa kartöflurnar á rifjárni, ef að þið eigið ekki blandara
2. Hellið kartöflumaukinu í pott, bætið smjöri við og hitið létt. Þegar blandan er volg (ca 30gráður), slökkvið undir og bætið gerinu við. Hrærið þar til allt gerið er leyst upp.
3. Mælið öll þurrefnin í stóra skál (ég nota hrærivélaskálina) og blandið létt. Bætið svo blautefnunum í, smátt og smátt, og hnoðið deigið í ca 10 mín. Ég nota deigkrókinn á hrærivél og leyfi henni að hnoða á mið-hárri stillingu. Ath. Deigið á að vera nokkuð blautt – svo ekki bæta við hveiti fyrr en þið mótið bollurnar!
4. Þegar deigið er hnoðað, leggið rakt viskustykki yfir skálina og leyfið deiginu að lyfta sér á volgum stað í 45 mín.
5. Kveikið á ofninum, 200 gráður og blástur.
6. Þegar 45 mín eru liðnar, má byrja að móta bollur. Setjið þunnt lag af hveiti á hreinan borðflöt og veltið deiginu úr skálinni. Stráið létt með hveiti.
7. Ég nota alltaf eldhúsvog til að vera viss um að bollurnar mínar séu í sömu stærð, og geri mínar á bilinu 50-100 gr stk.
8. Raðið bollunum á bökunarplötu og leyfið að lyfta sér aftur í 15 mín.
9. Setjið bollurnar í ofninn og bakið í 20-25 mín, allt eftir hversu stórar bollurnar ykkar eru. Til að athuga hvort þær séu tilbúnar má banka létt í botninn á þeim – Tómahljóð þýðir að þær eru bakaðar í gegn!

Ég vona að ykkur líki !
Verði ykkur að góðu

Comments