KLASSÍSKT DANSKT RÚGÚBRAUÐ ÁN SÚRDEIGS [Vegan, Sykurlaust]
- Molly Jokulsdottir
- 31. mar. 2020
- 2 min læsning

Flest dönsk rúgbrauð eru gerð með súrdeigi sem lyftiefni. Í dag á tímum Covid-19, þar sem margir eru mikið heima eru einnig margir sem hafa kastað sér útí súrdeigsgerð, en ég vona nú að kórónakrísan vari ekki að eilífu – þess vegna er mín uppskrift án súrdeigs ;)
Uppskriftin er fyrir 1 stóran hleif (3 lítra brauðform) eða 2 litla. Það má einnig móta bollur úr uppskriftinni.
Kornablandan sem ég hef valið samanstendur af sólblóma-, hör- og graskersfræum, en þeim má náttúrulega skifta út fyrir hvaða fræ/þurrkaða ávexti/hnetur sem er. Haldið ykkur bara við 200gr af gúmmelaði pr. hleif.
Brauðið hentar einkar vel til að frysta, og mæli ég þá með að frysta það í sneiðum.
Uppskrift.

2dl Sjóðandi vatn
200 gr skornir rúgkjarnar
2 dl hreint jógúrt / soyajógurt (hitað að 30 gráðum)
25gr ferskt ger / 7gr þurrger
150gr rúgmjöl
150gr hveiti (heilhveiti eða hvítt)
3 tsk salt
100 gr sólblómafræ
50gr hörfræ
50gr graskersfræ
1 msk sósulitur (má sleppa, er bara lita-pjatt)
1. Mælið 200gr rúggkjarna í ílát sem hægt er að loka og hellið bullsjóðandi vatni yfir. Lokið ílátinu og látið standa í 20mín. Það er mikilvægt að ílátið sé lokað svo að kjarnarnir nái að mýkjast nóg og brjóti engar tennur þegar á að gæða sér er á brauðinu seinna J
2. Hitið jógúrtina yfir vatnsbaði þar til hún nær líkamshita eða ca 30 gráðum, bætið gerinu útí og hrærið þar til gerið leysist upp.
3. Setjið öll þurrefnin í skál og blandið vel (ef að þið notist við hrærivél, notið þá spaðann til að hræra og ekki deigkrókinn)
4. Bætið sósulit í jógúrtblönduna og bætið svo blöndunni í þurrefnaskálina, blandið létt.
5. Þegar 20 mín eru liðnar bætið þá kjörnunum og ef til vill vatni við restina af deiginu og blandið vel.
6. Dekkið skálina með röku viskastykki og leyfið að standa í klukkutíma (gott að finna stað í húsinu sem er aðeins heitari en stofuhiti. Mitt deig stendur t.d alltaf inná baðherbergisgólfi því þar er gólfhiti)
7. Þegar klukkutíminn er liðinn má færa deigið í brauðformið. Reynið að færa það með eins léttum handtökum og hægt er til að halda í eins mikla lyftingu og þið getið. Dekkið nú formið aftur með röku viskustykki og leyfið deiginu að lyfta sér aftur í 30 mín.
8. Stillið ofninn á blástur og 200gr.
9. Þegar 30 mín eru liðnar er brauðið tilbúið til að koma í ofninn. Penslið brauðið létt med vatni og setjið það í miðjan ofnin. Lækkið hitann á ofninum til 160gr um leið og brauðið fer inn.
10. Bakið brauðið í 1 klukkustund og 15 mín.
11. Þegar bökunartíminn er liðinn, opnið ofnhurðina og leyfið brauðinu að kólna í ofninum í ca 15 mín áður er það er tekið úr forminu.

Verði ykkur að góðu !

Comentários