MJÚKIR KANILSNÚÐAR M/DÖKKRI KARAMELLUSÓSU [VEGAN]
- Molly Jokulsdottir
- 25. mar. 2020
- 2 min læsning
Opdateret: 6. apr. 2020
Þessir snúðar eru bestu mjúku vegan kanilsnúðar sem ég hef smakkað ! Þeir eru geggjaðir einir og sér, en stundum er voða gott að setja þá í sparikjólinn og hella heitri karamellusósu yfir.

SNÚÐAR
1 dl volgt vatn
7 gr þurrger
2 msk hrásykur
1 msk agave síróp
2 msk fjótandi olía (ólífu, sólblóma eða önnur)
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 dl jurtamjólk (Ég nota alltaf heimagerða haframjólk)
325 gr hveiti.
1. Leysið ger upp í vatninu og bætið 1 msk hrásykri útí.
2. Pískið þurrefnin saman í skál (Hveiti, salt, sykur, lyftiduft)
3. Bætið vatnsblöndunni, sírópi, mjólk og olíu saman við þurrefnablöndu og hnoðið deigið þar til það er slétt og kekkjalaust.
4. Leggið rakt viskustykki yfir skálina og látið hana standa á volgum stað í 1-1,5 klst, eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
5. Kveikið á ofninum - 180gráður og blástur. Þegar deigið hefur lyft sér, veltið því úr skálinni á borðflöt með hveiti. Stráið einnig hveiti ofan á deigið og rúllið því út. Reynið að móta liggjandi ferhyrning svo auðvelt sé að rúlla deiginu.
FYLLING
Jurtasmjör/kókosolía
Hrásykur
Kanill
1. Þegar deigið er útflatt, smyrjið það með jurtasmjöri eða kókosolíu (ég nota helst jurtasmjör), sáldrið síðan sykri yfir allt deigið og að lokum kanil. Magnið af fyllingu fer alveg eftir smekk hvers og eins ;)
2. Rúllið deiginu svo úr verði ein löng rúlla. (rúllið eftir langhliðinni)
3. Skerið rúlluna svo að hver snúður sé ca 2 - 3 cm breiður.
4. Dýfið hverjum snúð í hveiti áður en þið raðið þeim í eldfast mót. Snúðarnir eiga að vera með ca 3 cm millibili svo þeir geti lyft sér !
5. Setjið raka viskastykkið aftur yfir eldfasta mótið og látið standa við stofuhita í 1 klst til viðbótar.
6. Nú ættu snúðarnir að vera búnir að lyfta sér aftur og eru tilbúnir til að koma í ofninn.
7. Bakið í miðjum ofni í 18-20 mínútur, eða þar til þeir fá gylltan topp.


DÖKK KARAMELLU SÓSA:
100gr Hrásykur
20 gr Agavesíróp
1/2 tsk Instant kaffi
3 tsk jurtamjólk
1 tsk kókosolía
salt á hnífsoddi
1. Þegar snúðarnir eru komnir í ofninn er gott að byrja á sósunni. Setjið allt innihaldið í pott og hitið á lágum hita þar til sykurinn bráðnar og karamella myndast. Til að athuga hvort karamellan er tilbúin er gott að dýfa teskeið í karamelluna og nota fingurnar til að athuga hvort enn seu sykurkorn í. Passið ykkur samt - Karamellan verður mjög heit!!
2. Þegar snúðarnir koma úr ofninum, leyfið þeim þá að standa í 5 mín og hellið svo volgri karamellusósunni yfir.
3. Verði ykkur að góðu!

Comentarios