MUFFINS M/BLÁ- OG VÍNBERJUM [Vegan]
- Molly Jokulsdottir
- 21. apr. 2020
- 2 min læsning


Þetta er ein af þessum "Vá hvað mig langar að baka - hvað á ég í ísskápnum?" uppskrift!
Ég held að ég hafi aldrei bakað úr vínberjum þrátt fyrir að þau séu ódýrust og aðgengilegust allra berja!
Þessar muffins eru mjúkar og ferskar, og tilvaldar fyrir sumartímann. Uppskriftin er mjög auðveld og gerð á mettíma.

Ég notaði nýja týpu af hafrajógurti sem ég fann hérna í Danmörku en hægt er að nota hvaða heinu jógurt sem er.

Uppskrift af ca 14 muffins
2,5 dl Hafrajógurt (líka hægt að nota aðra hreina jógúrt)
1 msk Eplaedik
0,5 dl Bragðlaus olía
1 tsk Vanilludropar
Bökur af 1 sítrónu
250 gr Hveiti
0,5 tsk Salt
0,5 tsk Matarsódi
0,5 tsk Lyftiduft
100 gr Sykur
65 gr Bláber
100 gr Vínber
1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 gráður og blástur.
2. Raðið muffinsformum á bökunarplötu. Ef að þið eigið muffinsform er líka hægt að nota það, þá er bara mikivægt að smyrja formið vel eða klæða með bökunarpappír
3. Setjið jógúrt, eplaedik, olíu, vanilludropa og fínrifinn sítrónubörk í skál og hrærið saman.
4. Mælið þurrefnin saman í aðra skál og blandið einnig vel.
5. Bætið nú vökvanum saman við þurrefnin, en passið að ofblanda ekki ! Hrærið eins lítið og hægt er svo kökurnar verði ekki seigar. (Það er í lagi að það séu smá kekkir!).
6. Bætið nú berjunum í og blandið varlega með sleif. Ég skar vínberin til helminga.

7. Skiptið nú deiginu í muffinsform með 2 skeiðum eða sprautupoka (Ég nota alltaf sprautupoka!). Setjið deig í ca 2/3 part af forminu svo kökurnar hafi pláss til að lyfta sér


8. Bakið í miðjum ofni í 16-20 mín eða þar til tannstöngnli stungið í miðja köku kemur upp hreinn.
9. Verði ykkur að góðu!

Comments