top of page

MUFFINS M/DÖKKU SÚKKULAÐI OG BANANA [Vegan, Sykurlausar]

  • Forfatters billede: Molly Jokulsdottir
    Molly Jokulsdottir
  • 30. mar. 2020
  • 1 min læsning

Opdateret: 6. apr. 2020



Þessar muffins þarf að prófa! Tekur 10 mínútur að henda í og þær slá í gegn. Þær henta einnig vel fyrir smábörn/börn þar sem þær innhalda ekki mjólkuvörur eða sykur :)


Hér er uppskriftin:


300 gr vel þroskaðir bananar

200 gr ferskar döðlur

3 msk kókosolía (bráðin)

2 msk olívuolía

225 gr hveiti

1,5 tsk vanilludropar

1 tsk salt

2 tsk kanill

2 tsk lyftiduft

100 gr dökkt súkkulaði (hægt að nota hnetur eða þurrkaða ávexti í staðinn ef vill)


1. Stillið ofninn á 180gr og blástur.

2. Setjið banana, döðlur, olíu og vanilludropa í blandara/matvinnsluvél og blandið þar til úr verður mauk.

3. Setjið hveiti, salt og lyftiduft í aðra skál og blandið vel.

4. Blandið maukinu og þurrefnunum saman. Passið ykkur að hræra ekki of mikið, deigið á bara rétt að blandast.g rør sammen med resten af dejen.

5. Bætið söxuðu súkkulaði (eða öðru sem þið viljið) í deigið og blandið létt.

6. Hellið deiginu í 12-14 muffinsform.

7. Bakið í miðjum ofni í 15-18 min.







Ég vona að þær hitti í mark ! Verði ykkur að góðu.


Comments


bottom of page