top of page

NAAN BRAUÐ [Vegan]

  • Forfatters billede: Molly Jokulsdottir
    Molly Jokulsdottir
  • 7. maj 2020
  • 2 min læsning

Opdateret: 10. maj 2022



Góðan daginn fallega fólk !

Mig langar að deila með ykkur einni af mínum uppáhalds uppskriftum og uppáhalds meðlæti, Naan brauð! Naan brauð, sem kemur frá hinu Indverska eldhúsi, er fullkomin viðbót við næstum allt. Við notum Naan oft til at drýja afganga frá deginum áður eða í stað hrísgrjóna þegar við eldum Grænmetis pottrétti.

Það sem gerir Naan brauð svona frábært er hversu fjölbreytilegt það er. Grunnupskriftin á brauðinu er mjög einföld og svo er hægt að láta ýmindunnar aflið ráða för þegar á að krydda brauðið. Munurinn á mínu Naanbrauði og flestum öðrum, er þó að geri mitt Vegan!

Í þetta skiptið gerðum við æðislegt grænmetis Dahl (pottrétt) og höfðum Naan brauðið með. Ef að þið hafið áhuga á uppskriftinni á Dahl réttinum, látið mig vita í kommentunum!

Stjarna færslunnar í dag er Naan brauðið!





Vegan Naan brauð (fyrir 4)

Blautefni:

1,5 dl Jurtajógúrt, ég nota Soya jógúrt frá Alpro (eða hrein jógúrt)

2 dl Sjóðandi vatn

3 msk Bragðlaus Olía eða ólívu olía

Þurrefni:

25gr Ferskt ger / 7gr Þurrger

400 gr Hveiti

2 tsk Salt

1 msk Sykur

Olía til penslunnar:

0,5dl Olívuolía

3 hvítlauksrif

1. Blandið kaldri jógúrtinni og heita vatninu saman og bíðið þar til blandan er volg (ca 35gráður). Bætið þá gerinu og sykrinum í og hrærið vel.

2. Sigtið restina af þurrefnunum saman í hrærivélaskál. Það er nauðsynlegt að nota hrærivél þar sem deigið er mjög klístrað og þar af leiðandi efitt að hnoða í höndunum.

3. Bætið nú olíunni við gerblönduna og svo öllum herlegheitunum í þurrefnin í hrærivélaskálinni.

4. Notið deigkrók / hnoðara og hnoðið deigið á miðlungs hraða í 5 – 10 mínútur eða þar til deigið myndar sléttan massa sem sleppir hliðum skálarinnar.



5. Leggið nú rakt viskustykki yfir skálina og leyfið deiginu að lyfta sér í 60 mín á volgum stað.

6. Á meðan deigið lyftir sér má útbúa hvítlauksolíuna sem brauðin verða pensluð með að lokum. Maukið hvítlaukinn og látið liggja í olíunni.

7. Hitið nú ofninn og stillið á 230gráður og blástur.

8. Þegar 60 mín eru liðnar, hellið þá deiginu á hveitistráðan borðflöt (ég nota silikon mottu, mæli með!) og sáldrið hveiti ofan á deigið. Reynið að notast við eins lítið hveiti og hægt er þannig að brauðin verði ekki seig!



9. Skiptið nú deiginu í ca 8 bita og mótið hvern og einn með höndunum. Takið upp deigbút og notið fingurna til að teigja á bútunum svo úr verði flatur klatti (sjá myndir).



10. Leggið klattana á bökunarplötu og leyfið þeim aftur að lyfta sér í 15 mín.


11. Penslið nú klattana með hvítlauksolíunni og stráið að lokum grófu salti yfir herlegheitin.




12. Setjið brauðin í ofninn og bakið í 10-12 mín. Fylgist vel með þeim!


Ég Vona að ykkur líki vel og eins og venjulega, væri æði að sjá afraksturinn ef að þið gerið uppskriftina! Taggið mig @LifeByMollyJokuls !


Verði ykkur að góðu


Comments


bottom of page