NÚTÍMA TAUBLEYJUR p.1
- Molly Jokulsdottir
- 23. mar. 2020
- 4 min læsning
Opdateret: 6. apr. 2020
Í fyrsta sinn sem ég heyrðu um taubleyjur var þegar ég var ólétt og spurði mömmu um hvernig það hefði verið að eignast mig. Hún sagði mér frá því að hún hefði notað taubleyjur á mig þar sem pappírsbleyjur hefðu verið dýrar á Íslandi í denn. En hún notaði gamaldags taubleyjur (þessar sem við notum í dag fyrir gubb og annað ungbarna-snask), með nælu og svo gúmmíbuxur utanyfir! Það gerði amma líka, og hún sauð svo bleyjurnar í potti! Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það sé ekki lengra síðan.

Ástæðan fyrir því að ég vildi segja ykkur frá þessum kjarnakonum, er að ég upplifi oft að fólk sér mig fyrir sér í sömu stöðu og þær þegar ég segjist nota taubleyjur. Það horfir á mig eins og ég búi líka í helloiog sæki vatn í fötu frá brunninum. Krakkar, það er ekki veruleikinn árið 2020 !
Í dag eru til taubleyjur sem virka alveg eins og pappírsbleyjur (fyrir utan að vera fjölnota), og á margan hátt eru þær sniðugari og miklu sætari !

Í þessum hluta mun ég fjalla um það sem hræðir flesta hvað mest :
Hvað gerir maður við kúkinn?!
Ok, það eru 2 aðstæður : (Ef þig langar ekki að lesa um kúk, stoppaðu þá hér!)
1. Barnið þitt drekkur bara brjóstamjólk. Ég endurtek, BARA brjóstamjólk.
2. Barnið þitt borðar/drekkur annað en brjóstamjólk. Hér er líka verið að tala um stoðmjólk og þurrmjólk.

Ræðum nú aðeins hvora aðstæðu fyrir sig:
1. Þegar börn fá ekki annað en brjóstamjólk, er kúkurinn þeirra vatnsleysanlegur. Þ.e.a.s. Hann leysist upp í vatni = Þú mátt henda kúkableyjunni beint í þvottavélina.
2. Þegar börn fá annað en brjóstamjólk, þarf að skola/tæma kúkableyjur áður en þeim er hent í þvottavélina. Trúið mér, það hljómar verra en það er í raun og veru.
Í byrjun þegar barnið er að skifta frá brjóstamjólk í fasta fæðu, er kúkurinn þeirra enn frekar fljótandi og þá er nauðsynlegt að skola bleyjuna með vatni. Yfirleitt er nóg að halda bleyjunni ofan í klósettskálinni og sturta. Það er líka hægt að nota hand-sturtuhausinn og smúla bleyjuna – ég gerði það. Þetta tímabil er pínu leiðinlegt, en það gengur fljótt yfir.
Um leið og barnið fær fasta fæðu reglulega, breytast hægðir barnsins aftur og verða líkari fullorðins hægðum. Já, ég er að tala um alvöru ”pulsur” eins og ég og þú ;) Þegar þetta gerist er yfirleitt nóg að snúa bleyjunni á hvolf yfir klósettið og ”pulsan” dettur bara af – gerist varla auðveldara!
BONUS : Það er líka hægt að gera annað og byrja að setja barnið ykkar á koppinn um leið og það getur setið sjálft í barnastól – Já, þið lásuð rétt! Það er mögulegt að vera með 7-8 mánaða gamalt barn sem kúkar ekki lengur í bleyju! Fylgist með á blogginu, ég mun skrifa meira um þetta.

Jæja, þá erum búin að díla við drjólana – dembum okkur þá útí hvernig á að þvo bleyjurnar.
Aftur, 2 möguleikar.
1. Hversdags þvottur.
Lang flestar bakteríur drepast við 60 gráðu hita svo það er alveg nóg fyrir bleyjurnar. Ég þvæ mínar næstum alltaf á 60 gráðum og stilli á auka skolun. Mörgum þykir 40 gráður vera nóg, en mér finnst best að vera alveg örugg.
Ég þvæ u.þ.b. þriðja hvern dag akkurat núna. Þegar Oskar var yngri og notaði fleiri bleyjur á dag, þvoði ég auðvitað oftar. Ég nota Neutral þvottaefni og einstaka sinnum Ariel. Maður getur líka fengið sérstakt þvottaefni fyrir taubleyjur, en það er frekar dýrt og ég hef ekki fundið neinn mun á því og venjulegu þvottaefni. (Það inniheldur yfirleitt kalkhreinsi)
!! Mýkingarefni er BANNAÐ. Það eyðileggur bleyjurnar !!
Et lille hint : Bætið 1 msk matarsóda í hversdagsþvottinn ykkar (með þvottaefninu), það eyðir lykt og er blettahreinsandi.
Blettir eru óumflýjanlegir. En það er alveg hægt að losna við þá – og það ekki með Cillit Bang!
Hérna eru uppáhalds blettahreinsi aðferðirnar mínar:
Leggið hreinar bleyjur út í sólina/gluggan, og leyfið þeim að liggja þar og hafa það notalegt í 1-2 daga. Sólin upplitar svo blettirnir hverfa. Ef að blettirnir eru mjög dökkir og þrjóskir, bleytið þá blettinn með edikki/sítrónusafa áður en þú leggur bleyjurnar í sólina. Má líkja við að liggja í sólbaði með og án sólarolíu ;)
Það er alveg bannað að nota klór á blettina – Má ekki !
Vertu með tannbursta og uppþvottalögur tilbúin hjá þvottavélinni. Bleyttu blettinn og burstaðu hann með uppþvottalegi áður en þú þværð bleyjurnar, það hjálpar !
2. Að strippa.
Þú munt upplifa að stundum byrja bleyjurnar að lykta alveg hræðilega af ammoníaki – þrátt fyrir að þær séu hreinar.
Engar áhyggjur, það er ekkert að bleyjunum þínum og þú gerðir ekkert vitlaust. Það þarf bara að strippa þær. Að strippa taubleyjur þýðir að þú hreinsar sápu, kalk, bossakrem og púður sem situr í bleyjunni.
Ef að þér finnst bleyjurnar þínar ekki sjúga eins vel og þær eru vanar, er einnig tímabært að strippa þær. Allar restar sem sitja í bleyjunni hindra að bleyjan geti tekið við vökva.
Hér eru nokkrar mismunandi leiðir til að strippa bleyjur:
Þvo þær á 90 gráðum án þess að nota þvottaefni. Ég mæli ekki með þessu fyrir bleyjur sem eru gerðar úr bambus – Bambus fýlar ekki að vera soðinn!
Þvo þær á 60 gráðum og setjið 0,5dl edik í sápuhólfið. (sleppið þvottaefni!) Þetta er uppáhaldsaðferðin mín!
Þvo þær á 60 gráðum og setjið 3 msk kalkhreinsi í sápuhólfið. (sleppið þvottaefni!)
Jæja, ætli þetta sé ekki nóg fyrir Part 1. Ég vona að mér hafi tekist að opna augun ykkar fyrir taubleyjum!
Stay tuned for Part 2!

Comments