NÚTÍMA TAUBLEYJUR p.2
- Molly Jokulsdottir
- 4. apr. 2020
- 3 min læsning

Hæ aftur!
í þessum parti vil ég ræða mismunandi tegundir taubleyja. Ég mun þó ekki fara út í mismunandi merki, því þá yrði þetta að bók!
Allright, here we go !
All-In-One (AIO)
Þessar bleyjur minna mest á pappírsbleyjur, og eru þær sem ég nota hvað mest. Þær eru, eins og nafnið gefur til kynna, ein bleyja með öllu í.
Vatnshelt ytra lag og innlegg eru saumuð saman í eitt stykku, svo það eina sem þú þarft að gera er að þvo. AIO bleyjur eru einstaklega hentugar þegar börn byrja í dagspössun þar sem bleyjurnar eru mjög auðveldar í notkun.
Eini gallinn við AIO bleyjur er að þar sem allir partar bleyjunnar eru saumaði saman í eitt, eru þær aðeins lengur að þorna eftir þvott.
Ef þú velur að nota AIO, mæli ég með að eiga 25-30 bleyjur til skiptanna.


All-In-Two (AI2)
Þessar bleyjur eru í tveimur hlutum - vatnshelt ytra lag og einu rakadragandi innlæggi (eða fleiri ef þörf er á). Ytla lagið er hægt að nota aftur og aftur á þess að þurfa að þvo það (ca 5 sinnum, ef ekki hafa komið hægðir á). Innleggið liggur laust inni í og er sett í þvott í hvert skipti sem skipt er á barninu. Þú getur einnig fengið sömu týpu af bleyju þar sem innlegginu er smellt í ytra lagið, þá er talað um SIO (Snap In One).
Þessi lausn er mjög hagkvæm þar sem þú þarft ekki að eiga jafn margar bleyjur.
Ef þú velur að nota AI2/SIO mæli ég með því að þú eigir 10-15 ytri lög og 30 innlegg.
.


Vasableyja
Þessar bleyjur eru í tveimur hlutum - vatnshelt ytra lag sem er klætt að innan með "Staydry" efni (getur einnig verið úr bambus eða bómul) sem inniheldur vasa. Í vasann setur maður svo rakadregandi innlegg.
Þessar bleyjur eru einskonar blanda af AIO og AI2, þar sem þær eru í tveimur pörtum en minna samt sem áður mikið á pappírsbeyjur. Bæði ytra lag og innlegg skal þó þvo í hvert skipti sem skipt er á barninu, og ókosturinn er því að því að innleggið þarf að taka út úr vasanum fyrir þvott og setja þarf það aftur í áður en bleyjan er klár til notkunar.
Það er mjög auðvelt að "boosta" vasableyjur (setja fleiri innlegg til að bleyja haldi meiri vökva) og þar af leiðandi láta þær passa hverri þörf.


Formsaumuð
Þessar bleyjur er ekki vatnsheldar einar og sér og þurfa þar af leiðandi ytra lag af annaðhvort PUL/TPU efni eða ull utaf yfir.
Formsaumaðar bleyjur eru aðallega notaðar sem náttbeyjur þar sem það er auðvelt að boosta þær og þær leyfa húð barnsins að anda vel.
Ysta lag bleyjunar er yfirleitt úr teyjanlegu frotté efni og innleggin úr bambus eða hamp.
Formasumaðar bleyjur eru stærri á barninu en aðrar taubleyju tegundir, svo ef þú velur að nota formsaumaðar bleyjur á daginn getur bossi barnsins þíns orðið dálítið stór :)

Bindibleyjur
Þessar bleyjur er ekki vatnsheldar einar og sér og þurfa þar af leiðandi ytra lag af annaðhvort PUL/TPU efni eða ull utaf yfir.
Bindibleyjur eru fyrir vana og börn sem eru góð í að liggka kyrr á skiftiborðinu. Þessa bleyju getur þú stillt nákvæmlega svo að hún passi þínu barni best. Þú getur notað næstum allar tegundir innlegg og/eða gamaldags taubleyjur með bindibleyjum. Þ.a.l. eru bindibeyjur mjög hagkvæm lausn.
Bindibleyjur eru oftast gerðar úr bómul og þorna hratt eftir þvott.

Gamaldags
Þessar bleyjur er ekki vatnsheldar einar og sér og þurfa þar af leiðandi ytra lag af annaðhvort PUL/TPU efni eða ull utaf yfir.
Eins og nafnið gefur til kynna eru þetta klassísku taubleyjurnar sem flestir í dag nota til að henda yfir öxlina áður en barnið er látið ropa. Gamaldags bleyjur er þó einnig bæði hægt að nota sem bleyju og sem innlegg í aðrar taubleyjur. Ef þær notast sem bleyjur skal loka þeim með "snappi" (í gamla daga notaði maður öryggisnál)
Gamaldags bleyjur eru líka fyrir vana, en þær eru lang ódýrasta lausnin. Ef þú velur að nota gamaldagsbleyjur þarftu þó að eiga mjög margar bleyjur þar sem þær halda ekki vökva mjög lengi, plús þær eru frekar stórar á barninu.

Stærð
Lang flestar taubleyjur í dag eru í One size. Það þýðir að þú getur notað sömu bleyjurnar frá barnið fæðist og þar til það ekki notar bleyjur lengur. Stærð bleyjunnar er hægt að breyta með að nota smellur og smella henni "upp og niður" (Sjá mynd við AIO bleyjur).
Ég mæli eindreigið með því að velja OS bleyju - það er mun auðveldara og ódýrara !

Comments