PÁSKAKAKAN 2020 [Vegan]
- Molly Jokulsdottir
- 12. apr. 2020
- 2 min læsning

Þessi kaka er algjör dásemnd og fullkomin fyrir kaffiborðið nú þegar sumarið er rétt handan við hornið.
Silkimjúkur döðlutertubotn, málaður með hlynsírópi og toppaður með rjóma (jurta eða kúa) og ferskum berjum – getur ekki klikkað !
Hér er uppskriftin
100 gr Möndlur/Möndlumjöl
5 msk Sykur
250 gr Hveiti
1 tsk Matarsóti
1 ½ tsk Lyftiduft
½ tsk Salt
1 tsk Kanill
210 gr Ferskar döðlur
½ tsk Vanillu dropar
1 dl Bragðlaus olía
1 msk Eplaedik
2 dl Jurta mjólk (ég nota heimagerða haframjólk)
1 Dós Aquafaba (Safinn frá kjúklingubaunum í dós, ca 150 ml)*
*Ekki láta ykkur bregða. Vökvinn frá kjúklingabaunum virkar á svipaðan hátt og egg í bakstri. Kjúklingarbaunir innihalda náttúrlega sterkju sem lætur kökuna vera loftmikla og mjúka eftir bakstur. Það er ekkert bragð af safanum í kökunni (ég mana ykkur til að smakka deigið ef þið trúið mér ekki) og er hann alveg bráðnauðsynlegur í Vegan matargerð
1. Byrjið á því að hita ofinn, 180 gráður og blástur.
2. Úrsteinið döðlurnar og setjið í pott. Bætið mjólinni við og sjóðið á lágum hita þar til blandan þykknar og döðlurnar byrja að hrynja í sundur. Þetta tekur ca 10 mín. Hrærið reglulega í pottinum svo ekkert brenni í botninum. Ath. Döðlurnar munu ekki leysast alveg upp.
3. Blandið þurrefnunum saman. Ef að þið notist við heilar möndlur malið þær þá í matvinnsluvél eða kaffibaunakvörn (ég á 2 kvarnir, ein fyrir kaffi og önnur fyrir hnetur, fræ og krydd).
4. Bætið olíu, eplaediki og Aquafaba við döðlublönduna, og bætið svo þeirri blöndu við þurrefnin.
5. Hrærið deigið þar til það er kekkjalaust og hellið síðan í 26 cm hringlaga smelluform. Ég mæli með að klæða botninn á forminu með bökunarpappír og smyrja hliðarnar með olíu/jurtasmjöri.
6. Bakið kökuna í 30-35 mín (lengur ef þarf) eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr miðju kökunnar.
7. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en lengra er haldið, ég leyfði minni að standa í ísskáb yfir nótt.
8. Penslið kökuna ríflega með hlynsírópi eða agavesýrópi.

9. Þeytið rjóma eða jurtarjóma og þekjið toppinn á kökunni. Ég notaði soyarjómann frá Alpro og bætti smá vanillupaste við – það var æði!
10. Endið með að setja fersk ber að ykkar vali ofan á rjómann og voila!

Ég vona að líki, hlakka til að sjá afraksturinn !

Verði ykkur að góðu
og eigið yndislega páska.
تعليقات