top of page

RAUÐRÓFUSÚPA M/ENGIFER OG TIMIAN, MEÐ ÞEYTTUM KÓKÓSRJÓMA OG MAÍSBRAUÐI. [vegan]

  • Forfatters billede: Molly Jokulsdottir
    Molly Jokulsdottir
  • 27. mar. 2020
  • 2 min læsning

Opdateret: 6. apr. 2020




Rauðrófusúpa m/engifer og timian

200gr rauðrófur

300gr kartöflur

150gr gulrætur

100gr rauðlaukur

2 hvítlauksrif

2 greinar ferskt timian/2tsk þurrkað

Smá biti ferskt engifer (ca 10gr)/1tsk þurrkað

1 L grænmetissoð (vatn og grænmetiskraftur)

1tsk kúmen

1/2 tsk múskat

Dass af sítrónusafa

Salt og Pipar

e.t.v. Maíssterkja til að þykkja



1. Afhýðið og skerið grænmetið og engifer í bita og setjið í pott, ásamt timian greinum.

2. Bætið grænmetissoði í og sjóðið þar til allt grænmetið er soðið í gegn.

3. Tæmið nú pottinn í blandara (munið að veiða timan greinarnar úr!) og blandið í nokkrar mínútur, eða þar til súpan er silkimjúk og alveg kekkjalaus.

4. Tæmið nú blandarann aftur í pottinn, bætið restinni af innihaldinu í pottinn og náið suðunni upp aftur. (Krydd, sítrónusafi og e.t.v. maíssterkja).

5. Smakkið til með Salti og pipar.


Kókosrjómi

1 dós kókosmjólk – Mikilvægt að velja ekki light útgáfuna J

1 msk sítrónusafi

1. Látið dósina vera í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkutíma (fínt yfir nótt).

2. Þegar súpan er tilbúið er tími til að búa til rjómann.

3. Takið dósina úr ísskápnum. Kókosmjólkin ætti að vera búin að skilja sig og feiti parturinn ætti að sitja efst í dóstinni og vatnið undir. Setjið einungis feita partinn í skál (Það er gott að nota vatnið í smoothie/boost daginn eftir!) og sítrónusafa, og þeytið í 5 mín (Eða þar til mjólkin eykur umfang sitt og líkist rjóma).



Maísbrauð

150gr maísmjöl

150gr hveiti

1tsk salt

1msk lyftiduft

130gr hrásykur/sykur

300 gr jurtamjólk (ég nota heimagerða haframjók)

Safinn úr hálfri sítrónu

80 gr bragðlaus olía



1. Stillið ofninn á 200°c og blástur.

2. Mælið öll þurrefnin í skál og blandið vel, bætið síðan vökvanum við og hrærið þar til deigir verður kekkjalaust. Deigið á að vera nokkuð þunnt – engar áhyggjur!

3. Klæðið ofnfast mót með bökunarpappír og hellið deiginu í.

4. Bakið í miðjum ofni í 30-35 mín, eða þar til hægt er að stinga tannstöngli í miðjuna og hann kemur upp hreinn.

5. Þegar brauðið er bakað, slökkvið á ofninum og hálfopnið ofnhurðina, leyfið brauðinu að kólna í ofninum.




Verði ykkur að góðu!

Comments


bottom of page