SMÁKÖKUR M/SÚKKULAÐI OG TRÖNUBERJUM [Vegan]
- Molly Jokulsdottir
- 8. apr. 2020
- 1 min læsning
Opdateret: 5. maj 2020

Þessar smákökur eru algjör B-O-B-A, BOMBA! Uppskriftin er Vegan, er það er ekkert mál að gera hana með smjöri og kúamjólk ef heldur vill.
Ég vona að ykkur líki ! Endilega sendið mér myndir eða taggið mig (@lifebymollyjokuls) ef að þið bakið þær - væri æði sjá hvernig tekst til :)

Hérna er uppskriftin :
20-24 stk
150 gr jurtasmjörlíki (eða smjör)
130 gr púðursykur
70 gr sykur
275 gr hveiti
1,5tsk matarsóti
½ tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 dl jurtamjólk (ég nota heimagerða haframjólk)
100 gr dökkt súkkulaði
100 gr trönuber
1. Þeytið smjör, púðursykur og sykur vel, eða þar til blandan verður létt og ljós. (Notið hrærarann ef notast er við hrærivél)
2. Setjið þurrefnin í aðra skál og blandið. Sigtið niður í smjörblönduna og blandið létt
3. Bætið mjólk og vanilludropum og blandið þar til deigið byrjar að hanga á hræraranum.
4. Saxið súkkulaðið gróft og bætið í deigið ásamt trönuberjunum. Blandið létt með sleif.
5. Geymið deigið í ísskáb í að minnsta kosti 2 tíma.
6. Þegar amk 2 tímar eru liðnir má kveikja á ofninum. Stillið ofninn á 180 gráður og bástur.
7. Mótið kúlur með 2 skeiðum og setjið á bökunarpappír. Hafið gott bil á milli kakanna þar sem þær dreifa sér mikið við bakstur. Ég set yfirleitt 9 kúlur á hverja plötu
8. Bakið kökurnar í 12-15 mín. Þær mega vera aðeins mjúkar þegar þær koma úr ofninum, þær stökkna þegar þær kólna.


Verði ykkur að góðu!

Комментарии