SUMARLEG SÍTRÓNUKAKA [Vegan]
- Molly Jokulsdottir
- 18. maj 2020
- 2 min læsning

Fersk, sæt, sól í formi - þessi kaka er ein af mínum uppáhalds! Hún er fullkomin með kaffinu eða sem eftirréttur á fallegum sumardegi.
Þið verðið að prufa hana!
Kakan uppskrift:
Þurrefni:
100 gr Möndlur/Möndlumjöl
250 gr Hveiti
120 gr sykur
1 ½ tsk Lyftiduft
1 tsk Matarsódi
Salt á hnífsoddi
Blautefni:
50 ml Hlynsýróp
0,5 dl Bragðlaus olía
1 Stór sítróna (safi og börkur)
1 msk eplaedik
1 Dós Aquafaba (safinn frá kjúklingabaunum í dós, ca 150ml)
Glassúr uppskrift:
Safinn úr 2 stórum sítrónum (ca 1 dl)
Börkur af 1 sítrónu (Notið börkinn af sítrónu nr 2 til að skreyta kökuna með)
3 dl Flórsykur
¼ tsk Túrmerik (má sleppa og nota gulan matarlit í staðinn)
*Ekki láta ykkur bregða. Vökvinn frá kjúklingabaunum virkar á svipaðan hátt og egg í bakstri. Kjúklingarbaunir innihalda náttúrlega sterkju sem lætur kökuna vera loftmikla og mjúka eftir bakstur. Það er ekkert bragð af safanum í kökunni (ég mana ykkur til að smakka deigið ef þið trúið mér ekki) og er hann alveg bráðnauðsynlegur í Vegan matargerð

1. Byrjið á því að hita ofinn, 180 gráður og blástur.
2. Blandið þurrefnunum saman. Ef að þið notist við heilar möndlur malið þær þá í matvinnsluvél, blandara eða kaffibaunakvörn (ég á 2 kvarnir, ein fyrir kaffi og önnur fyrir hnetur, fræ og krydd).
3. Rífið börkinn af sítrónunni og bætið við þurrefnablönduna. Notist við fínt rifjárn og passið að rífa bara í efsta lagið, þ.e.a.s. bara það sem er gult. Hvíta lagið undir er mjög beiskt á bragðið!
4. Blandið öllum þurrefnunum saman ásamt berkinum frá sítrónunni og blandið vel.

5. Blandið nú þurrefnum og blautefnum saman og hrærið deigið þar til það er kekkjalaust.
6. Hellið deiginu nú annað hvort eitt stórt form (t.d. 26cm smelluform). Ég mæli með að klæða botninn á forminu með bökunarpappír og smyrja hliðarnar með olíu/jurtasmjöri. Ath. Ef að formið sem þið veljið er minna í þvermál og dýpra þarf að baka kökuna lengur en ef þið notið 26cm smelluform.
Ég notaði sílikon form til að fá sætt munstur á toppinn á kökunni. (Keypt í Søstrene Grene) Formið er ekki nema 20 cm í þvermál en nokkuð djúpt og þurfti kakan mín þess vegna lengri tíma í ofninum. (48 mín)


7. Bakið kökuna í 30-45 mín (Fer eftir þvermálið forms) eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr miðju kökunnar.
8. Leyfið kökunni að kólna ALVEG áður en þið gerið glassúrinn. Ég leyfði minni að standa yfir nótt í ísskáp.

9. Hellið sítrónusafa (2 sítrónur) og börk (1 sítróna) í lítinn pott.
10. Þegar suðan kemur upp lækkið þá undir pottinum og leyfið blöndunni að simra. Markmiðið er að sjóða blönduna inn til helminga.
11. Á meðan má sigta flórsykur í skál og blanda túrmeriki/matarlit við.
12. Þegar sítrónusafinn er tilbúinn skulið þið taka ca 4-5 matskeiðar af blöndunni og bæta við flórsykurinn og mynda þannig glassúr.
13. Hellið glassúrnum yfir kökuna og toppið með rifnum sítrónuberki.

Berið kökuna fram eina og sér

eða jafnvel með þeyttum jurtarjóma/rjóma,
þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!
Verði ykkur að góðu!
Comments