SÚKKULAÐI BOLLAKÖKUR M/HNETUSMJÖRS-FROSTING [Vegan]
- Molly Jokulsdottir
- 30. maj 2020
- 2 min læsning

Súkkulaði bollakökur klikka seint, og þar sem ég er algjör Sucker fyrir hnetusmjöri, varð ég að finna leið til að bæta því í uppskriftina. Það tókst svona líka prýðilega og hlakka ég þess vegna til að deila uppskriftinni með ykkur :)
Uppskriftin er mjög fljótgerð og hentar vel til að eiga í frysti!

Bollakökurnar - 12 stk
Þurrefni:
250 gr Hveiti
50 gr Kakó
1,5 msk Lyftiduft
0,5 tsk Salt
Blautefni:
1 ¼ dl Heitt vatn
150 gr Jurtasmjörlíki eða smjör (ég nota smjörlíkið frá Naturli)
200 gr Sykur
1 msk Epla edik
1 dl Jurtamjólk/mjólk
1 tsk Vanilludropar
Frosting
1dl Hnetusmjör
100gr Flórsykur
½ dl Jurtamjólk
1. Byrjið á að hræra kakóið útí heitt vatn, bætið við mjólk og eplaediki og setjið í ísskáp. Blandan þarf að vera köld þegar henni er blandað við restina af deiginu.
2. Kveikið nú á ofninum og stillið á 180 gráður og blástur.
3. Setjið þurrefnin í skál og blandið vel.
4. Setjð smjör, vanilludropa og sykur í aðra skál (e.t.v. hrærivélarskál) og þeytið þar til blandan er létt og ljós. Takið nú þeytarann af hrærivélinni og notið hrærara í staðinn. (Eða sleif ef þið hrærið í höndunum)
5. Bætið nú blautefnum og þurrefnum við smjörblönduna á þann hátt:
a. Bætið þriðjung af þurrefnunum við smjörblönduna og blandið varlega
b. Bætið þriðjung af blautefnunum við smörblönduna og blanið varlega
c. O.s.frv.


6. Það er mikilvægt að hræra deigið eins lítið og hægt, svo kökurnar verði ekki seigar.
7. Skiptið nú deiginu í 12 bollakökuform og bakið í miðjum ofni í 20-24 mín, eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðri köku.
8. Þegar kökurnar eru bakaðar og alveg kaldar má hræra í kremið.
9. Mælið hnetusmjör og flórsykur í skál og hrærið vel.
10.Bætið svo mjólkinni útí, í litlum skömmtum, þar til áferðin verður að ykkar skapi.
11.Toppið kökurnar með kreminu og verði ykkur að góðu!

Ég vona að ykkur líki við bollakökurnar,
og eins og alltaf hlakka ég til að sjá

Comments